Fjallahreppur rann saman við Öxarfjarðarhrepp yngri í ársbyrjun 1994. Sá hreppur, ásamt Húsavíkurbæ (Húsavíkurkaupstað og Reykjahreppi), Kelduness- og Raufarhafnarhreppum, varð að Norðurþingi árið 2006. Prestakall: Skinnastaður frá árinu 1893. Sókn: Skinnastaður frá árinu 1893.
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2013.