Útlínur hrepps byggja á gögnum um hreppamörk frá 1904 og eru einungis birtar til viðmiðunar.

Öxarfjarðarhreppur varð til, þegar Skinnastaðahreppur skiptist í Axarfjarðar-/Öxarfjarðar- og Fjallahreppa árið 1893. Hreppurinn sameinaðist Presthólahreppi árið 1991 undir nafninu Öxarfjarðarhreppur (yngri). Fjallahreppur rann saman við Öxarfjarðarhrepp yngri í ársbyrjun 1994. Sá hreppur, ásamt Húsavíkurbæ (Húsavíkurkaupstað og Reykjahreppi), Kelduness- og Raufarhafnarhreppum, varð að Norðurþingi árið 2006. Prestakall: Skinnastaður frá árinu 1893. Sókn: Skinnastaður frá árinu 1893.
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2013.

Öxarfjarðarhreppur (eldri)

(frá 1893 til 1991)
Þingeyjarsýsla
Var áður Skinnastaðahreppur til 1893.
Varð Öxarfjarðarhreppur (yngri) 1991.
Sóknir hrepps
Skinnastaður í Öxarfirði frá 1893 til 1991

Bæir sem hafa verið í hreppi (18)

⦿ Akursel (Akurssel)
⦿ Austaraland (Austara Land, Australand)
Árholt (Ashollt, Ásholt)
⦿ Ferjubakki
⦿ Gilsbakki (Gilsbacke)
⦿ Hafrafellstunga (Hafrafellstúnga)
⦿ Hafursstaðir (Hafurstaður, Hafurstaðir)
⦿ Hróastaðir
⦿ Klifshagi
⦿ Núp (Núpur)
⦿ Sandfellshagi (Sandfelshagi)
⦿ Skinnastaður (Skinnastaðir)
⦿ Skógar (Skogar)
⦿ Smjörhóll
⦿ Vestaraland (Nýibær, Vestara Land, Vestraland, Nyibær, Vestereland, Vestara-Land)
⦿ Þverá (Þvera)
⦿ Ærlækjarsel (Arlækjarsel)
⦿ Ærlækur (Arlækur)