Hofshreppur yngsti, varð til við sameiningu Hofshrepps yngra, Hofsóss- og Fellshreppa árið 1990 en varð að Sveitarfélaginu Skagafjörður árið 1998 með Skefilsstaða-, Skarðs-, Staðar-, Seylu-, Lýtingsstaða-, Rípur-, Viðvíkur-, Hóla- og Fljótahreppum (áður Haganess- og Holtshreppum) og Sauðárkrókskaupstað. Prestaköll: Hofsós 1990–2000, Hólar í Hjaltadal 1990–2000, Hofsóss- og Hólakall frá ársbyrjun 2001. Sóknir: Hof frá árinu 1990, Hofsós frá árinu 1990, Fell frá árinu 1990, Viðvík frá árinu 1990.
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2013.