Útlínur hrepps byggja á gögnum um hreppamörk frá 1904 og eru einungis birtar til viðmiðunar.

Skarðsstrandarhreppur yngri, varð til árið 1772 eftir færslu jarða úr Skarðsstrandarhreppi eldra til Fellsstrandarhrepps og jarða úr Saurbæjarhreppi til Skarðsstrandarhrepps. Var skipt í Skarðs- og Klofningshreppa árið 1918. Prestaköll: Skarðsþing 1772–1908, Hvammur í Dölum 1908–1918, Staðarhólsþing 1908–1918. (Átti að falla undir Staðarfellsþing lögum samkvæmt á árunum 1880–1890. Það kall varð aldrei til og Skarðsþing lögðust ekki niður á meðan). Sóknir: Skarð 1772–1918, Búðardalur 1772–1849, Dagverðarnes 1772–1918.
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2013.

Skarðsstrandarhreppur (yngri)

(frá 1772 til 1918)
Dalasýsla
Var áður Skarðsstrandarhreppur (eldri) til 1772, Saurbæjarhreppur, Dalasýslu (eldri) til 1772 (Nokkrir bæir (Búðardalssókn) voru lagðir til Skarðsstrandarhrepps.).
Varð Klofningshreppur 1918, Skarðshreppur, Dalasýslu 1918.
Sóknir hrepps
Búðardalur á Skarðsströnd frá 1772 til 1849
Dagverðarnes í Klofningi frá 1772 til 1918
Skarð á Skarðsströnd frá 1772 til 1918

Bæir sem hafa verið í hreppi (44)

⦿ Akureyjar (Akureyar)
⦿ Arnarbæli
⦿ Arney (Arney 2)
⦿ Á
⦿ Ballará
⦿ Barmur
Borg
⦿ Búðardalur
⦿ Dagverðarnes
⦿ Dagverðarnessel
⦿ Efri-Langey (Efrilangey, Langey efri, Lángey efri)
⦿ Fagridalur (Fagridalur ytri, Ytri-Fagradalur, Ytrifagridalur, Ytri Fagridalur, Ytri-Fagridalur)
⦿ Frakkanes
⦿ Fremri-Langey (Fremrilangey, Langey fremri, Lángey fremri)
⦿ Galtardalur fremri (Stóri-Galtardalur, Stóri–Galtardalur, Stóri Galtardalur, Stóri - Galtardalur, Galtardalur stóri)
Galtardalur neðri (Galtardalur litli, Litli-Galtardalur, Litli - Galtardalur, Litla-Galtardalur, Litli Galtardalur)
⦿ Geirmundarstaðir
Grafir
⦿ Heinaberg (Heiðnaberg)
⦿ Hnúkur
⦿ Hrappsey (Hrafnsey)
⦿ Hvalgrafir
⦿ Hvarfsdalur
⦿ Kiðey
⦿ Kjarlaksstaðir (Kjallaksstaðir)
⦿ Kross
⦿ Kvennahóll (Kvennahvol, Sveinsstaðir, Qvennahóll)
⦿ Langeyjarnes (Lángeyarnes, Lángeyjarnes)
⦿ Manheimar (Mannheimar)
⦿ Melar
⦿ Nípur (Níp, Nýpur, Nýp)
⦿ Ormsstaðir (Ormstaðir)
⦿ Purkey (Porkey)
⦿ Rauðseyjar (Rauðseyar)
⦿ Reynikelda
⦿ Rúfeyjar (Rúffeyjar, Rúffeyar)
Sel
⦿ Skarð
Skarðsstaðarhús
Skarðsstöð
⦿ Stakkaberg
⦿ Tindar
⦿ Vígholtsstaðir (Víghólmstaðir, Víghólsstaðir, Vighólastaðir)
⦿ Vogur