Útlínur hrepps byggja á gögnum um hreppamörk frá 1904 og eru einungis birtar til viðmiðunar.

Skarðshreppur, var skipt úr Skarðsstrandarhreppi yngra árið 1918. Tvær jarðir úr Klofningshreppi lögðust til Skarðshrepps árið 1986. Skarðshreppur sameinaðist Suðurdala- (Hörðudals- og Miðdalahreppum), Haukadals-, Laxárdals-, Hvamms- og Fellsstrandarhreppum sem Dalabyggð árið 1994. Skógarstrandarhreppur kom þar inn í ársbyrjun 1998 og Saurbæjarhreppur árið 2006. Prestakall: Staðarhólsþing 1918–1970, Hvammur í Dölum 1970–2005, Hjarðarholts- og Hvammskall 2005–2007, Reykhólar frá árinu 2007. Sóknir: Skarð frá árinu 1918 og Dagverðarnes frá árinu 1986.
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2013.

Skarðshreppur, Dalasýslu

(frá 1918 til 1998)
Dalasýsla
Var áður Skarðsstrandarhreppur (yngri) til 1918, Klofningshreppur til 1986 (Melar og Ballará fóru í Skarðshrepp.).
Varð Dalabyggð 1994.
Sóknir hrepps
Dagverðarnes í Klofningi frá 1986 til 1998
Skarð á Skarðsströnd frá 1918 til 1998

Bæir sem hafa verið í hreppi (16)

⦿ Akureyjar (Akureyar)
⦿ Á
⦿ Barmur
⦿ Búðardalur
⦿ Fagridalur (Fagridalur ytri, Ytri-Fagradalur, Ytrifagridalur, Ytri Fagridalur, Ytri-Fagridalur)
⦿ Geirmundarstaðir
⦿ Heinaberg (Heiðnaberg)
⦿ Hvalgrafir
⦿ Hvarfsdalur
⦿ Kross
⦿ Nípur (Níp, Nýpur, Nýp)
⦿ Rauðseyjar (Rauðseyar)
⦿ Reynikelda
⦿ Rúfeyjar (Rúffeyjar, Rúffeyar)
⦿ Skarð
⦿ Tindar