Útlínur hrepps byggja á gögnum um hreppamörk frá 1904 og eru einungis birtar til viðmiðunar.

Borgarhafnarhreppur, varð sérstök þingsókn árið 1692, áður hluti af Bjarnaneshreppi (Kálfafellsstaðar- og Fellssóknir í manntali árið 1703, Borgarhafnarþingsókn í jarðatali árið 1753). Hreppurinn varð að Sveitarfélaginu Hornafirði árið 1998 ásamt Bæjar- og Hofshreppum og Hornafjarðarbæ (Nesja- og Mýrahreppum og Höfn í Hornafirði). Prestakall: Kálfafellsstaður til ársins 2009 (þjónað frá Bjarnanesi 1944–1952), Bjarnanes frá árinu 2009. Sóknir: Kálfafellsstaður, Fell 1699–1747? (nokkurs konar hálfkirkja).
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2013.

Borgarhafnarhreppur

(frá 1692 til 1998)
Var áður Suðursveit til 1692, Bjarnaneshreppur til 1691.
Varð Sveitarfélagið Hornarfjörður 1998.
Sóknir hrepps 0
Fell í Suðursveit frá 1699 til 1747 (nokkurs konar hálfkirkja)
Kálfafellsstaður í Suðursveit til 1998

Bæir sem hafa verið í hreppi (29)

Bakki (Bakkinn)
Borgarhóll (Borgarhóllinn)
⦿ Borgarhöfn (Borgarhöfn , ibidem)
⦿ Breiðabólsstaður (Breiðabólstaður)
Brennhólar
⦿ Brunnar
⦿ Butra
Einbúi
⦿ Fell
Fljótsbakki
⦿ Gerði
⦿ Hali
⦿ Hellrar (Hellur, Hellar)
⦿ Hestgerði
⦿ Kálfafell (Kálfafellsstaður, Kálfafell innra)
⦿ Kálfafellsstaður (Kálfafellstaðar benif)
⦿ Leiti (Leiti )
Nýpur
Ótilgreint
⦿ Reynivellir
⦿ Skálafell (Austurland Skálafell)
⦿ Sléttaleiti (Sljettaleiti)
Sléttur
⦿ Smyrlabjörg (Smirlabjörg, Smyrlabjargir)
⦿ Steinar
Svíri
⦿ Sævarhólar (Sæfarhólar)
⦿ Uppsalir
Vagnsstaðir