Útlínur hrepps byggja á gögnum um hreppamörk frá 1904 og eru einungis birtar til viðmiðunar.

Hólmavíkurhreppur, varð til við skiptingu Hrófbergshrepps eldra árið 1943. Hrófbergshreppur yngri var sameinaður Hólmavíkurhreppi árið 1987, Nauteyrarhreppur árið 1994, svo og Kirkjubólshreppur árið 2002. Árið 2006 sameinaðist Hólmavíkurhreppur Broddaneshreppi yngra undir nafninu Strandabyggð. Prestaköll: Staður í Steingrímsfirði til ársins 1952, Hólmavík frá árinu 1952, Vatnsfjörður 1994–1999, Staður í Súgandafirði árið 2000 (aðeins það ár). Sóknir: Staður í Steingrímsfirði til ársins 1994, Hólmavík frá árinu 1950 (kirkja vígð árið 1968), Nauteyri frá árinu 1994, Melgraseyri frá árinu 1994, Kollafjarðarnes frá árinu 2002 (sá sóknarhluti, sem var í Kirkjubólshreppi, öll sóknin frá 2006).
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2013.

Hólmavíkurhreppur

(frá 1943 til 2006)
Strandasýsla
Var áður Hrófbergshreppur (eldri) til 1943, Nauteyrarhreppur til 1994, Hrófbergshreppur (yngri) til 1987, Kirkjubólshreppur til 2002.
Varð Strandabyggð 2006.
Sóknir hrepps
Hólmavík í Steingrímsfirði frá 1950 til 2006 (kirkja vígð árið 1968)
Kollafjarðarnes í Kollafirði frá 2002 til 2006 (sá sóknarhluti sem var í Kirkjubólshreppi, öll sóknin frá 2006)
Melgraseyri á Langadalsströnd frá 1994 til 2006
Nauteyri á Langadalsströnd frá 1994 til 2006
Staður í Steingrímsfirði til 1994
Byggðakjarnar
Hólmavík

Bæir sem hafa verið í hreppi (0)