Útlínur hrepps byggja á gögnum um hreppamörk frá 1904 og eru einungis birtar til viðmiðunar.

Nauteyrarhreppur (Langadalsströnd í manntali árið 1703 og Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín árið 1710, Nauteyrarþingsókn í jarðatali árið 1753). Féll saman við Hólmavíkurhrepp árið 1994, sem varð að Strandabyggð eftir sameiningu við Broddaneshrepp yngra árið 2006. Prestakall: Kirkjubólsþing til ársins 1908, Vatnsfjörður 1908–1999, Staður í Súgandafirði árið 2000, Hólmavík frá ársbyrjun 2001. Sóknir: Kirkjuból í Langadal til ársins 1886, Nauteyri frá árinu 1886, Melgraseyri frá árinu 1970 (kirkja vígð árið 1972, bænhús eða hálfkirkja þar fékk hluta af messuskyldu sóknarkirkjunnar árið 1866, a.m.k. um skeið. Árið 1890 var samið um það að Melgraseyrarbænhús fengi þriðjung af messum í Kirkjubólsþingum. Eftir það var messað á Melgraseyri eins og á sóknarkirkjum í prestakallinu).
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2013.

Nauteyrarhreppur

(til 1994)
Varð Hólmavíkurhreppur 1994.
Sóknir hrepps
Kirkjuból í Langadal til 1886
Melgraseyri á Langadalsströnd frá 1970 til 1994 (kirkja vígð árið 1972, bænhús eða hálfkirkja þar fékk hluta af messuskyldu sóknarkirkjunnar árið 1866, a.m.k. um skeið. Árið 1890 var samið um það að Melgraseyrarbænhús fengi þriðjung af messum í Kirkjubólsþingum. Eftir það var messað á Melgraseyri eins og á sóknarkirkjum í prestakallinu)
Nauteyri á Langadalsströnd frá 1886 til 1994

Bæir sem hafa verið í hreppi (30)

Armúli
Arngerðareyrarverzlunarstaður
⦿ Arngerðareyri
⦿ Ármúli (Armúli)
⦿ Bakkasel
⦿ Brekka
[ekki á lista] (ekki á lista)
⦿ Fremribakki (Fremri Bakki, Fremri-Bakki, Fremri Backe, Fremri bakki, FremriBakki)
⦿ Gjörvidalur (Gerfidalur, Gjörfudalur, Giørfudalur, Gerfudalur)
Gröf
⦿ Hafnardalur (Hafnadalur, Hrafnadalur)
⦿ Hallsstaðir (Hallstaðir)
⦿ Hamar
Hamarból (Hamarból bygt í heimalandi, )
⦿ Hraundalur (Hraunsdalur)
⦿ Kirkjuból (Kirkjuból 2, Kirkjuból 1, Kyrkjuból)
Kleifakot
⦿ Kleifar (Kleifakot, Kleifarkot)
Kleifarkot
⦿ Laugaból
⦿ Laugaland
⦿ Lágidalur (Lágadalur)
⦿ Melgraseyri
⦿ Múli
⦿ Nauteyri
⦿ Neðribakki (NeðriBakki, Neðri Bakki)
Rauðamýrar stekkur (á Rauðamýrar Stekk, Rauðamýrar Stekkur,)
⦿ Rauðamýri
⦿ Skjaldfönn
⦿ Tunga (Tunga 1, Tunga í Dalamynni, Tunga 2, Túnga)