Útlínur hrepps byggja á gögnum um hreppamörk frá 1904 og eru einungis birtar til viðmiðunar.

Kirkjubólshreppur (Tröllatunguhreppur í manntali árið 1703 og Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín árið 1710, Kirkjubólsþingsókn í jarðatali árið 1761), var sameinaður Hólmavíkurhreppi árið 2002. (Til Hólmavíkurhrepps höfðu áður lagst Hrófbergshreppur yngri árið 1987 og Nauteyrarhreppur árið 1994). Árið 2006 urðu Hólmavíkurhreppur yngri og Broddaneshreppur yngri að Strandabyggð. Prestakall: Tröllatunga til ársins 1951 (í raun Kollafjarðarnes frá árinu 1909), Staður í Steingrímsfirði 1951–1952, Hólmavík frá árinu 1952. Sóknir: Tröllatunga til ársins 1909, Fell í Kollafirði til ársins 1909, Kollafjarðarnes frá árinu 1909.
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2013.

Kirkjubólshreppur

(til 2002)
Strandasýsla
Varð Hólmavíkurhreppur 2002.
Sóknir hrepps
Fell í Kollafirði til 1909
Kollafjarðarnes í Kollafirði frá 1909 til 2002
Tröllatunga í Tungusveit til 1909

Bæir sem hafa verið í hreppi (24)

⦿ Arnkötludalur
Efraból
Efrafell
Gestsstaðasel
⦿ Gestsstaðir (Ge(st)staðir, Geststaðir)
⦿ Gestsstaðir
⦿ Heiðarbær
⦿ Heydalsá (Heydalsá.)
Hlíðarsel (vantalið í Hlíðarseli)
⦿ Húsavík
⦿ Hvalsá
⦿ Kirkjuból
⦿ Klúka (Kluka)
⦿ Kollafjarðarnes
⦿ Miðdalsgröf
⦿ Naustavík
Skólahúsinu á Heydalsá
⦿ Smáhamrar
Tindur
⦿ Tröllatunga (Tröllatúnga)
⦿ Tungugröf (Túngugröf)
Veitukot
Vonarholt
⦿ Þorp (Þorpar)