Útlínur hrepps byggja á gögnum um hreppamörk frá 1904 og eru einungis birtar til viðmiðunar.

Fellsstrandarhreppur yngri, varð til úr Fellsstrandarhreppi eldra og nokkrum bæjum úr Skarðsstrandarhreppi eldra árið 1772. Allar jarðir í Klofningshreppi nema tvær bættust við Fellsstrandarhrepp árið 1986. Fellsstrandarhreppur sameinaðist Suðurdala- (Hörðudals- og Miðdalahreppum), Haukadals-, Laxárdals-, Hvamms- og Skarðshreppum sem Dalabyggð árið 1994. Skógarstrandarhreppur kom í hópinn í ársbyrjun 1998 og árið 2006 Saurbæjarhreppur. Prestakall: Hvammur í Dölum 1772–1881, Staðarfellsþing 1881–1890 (aldrei veitt en Staðarfelli þjónað af Skarðsþingapresti), Hvammur 1890–2005, Hjarðarholts- og Hvammskall 2005–2007, Dalakall frá árinu 2007. Sóknir: Staðarfell frá árinu 1772, Dagverðarnes frá árinu 1986.
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2013.

Fellsstrandarhreppur (yngri)

(frá 1772 til 1994)
Dalasýsla
Var áður Skarðsstrandarhreppur (eldri) til 1772, Klofningshreppur til 1986, Fellsstrandarhreppur (eldri) til 1772 (Var stækkaður árið 1772 með nokkrum bæjum úr Skarðsstrandarhreppi.).
Varð Dalabyggð 1994.
Sóknir hrepps
Dagverðarnes í Klofningi frá 1986 til 1994
Staðarfell á Fellsströnd frá 1772 til 1994

Bæir sem hafa verið í hreppi (27)

⦿ Arnarbæli
⦿ Arney (Arney 2)
⦿ Breiðabólsstaður (Breiðabólstaður, Breiðibólstaður, Breiðabolstaður, Breiðibólsstaður)
⦿ Breiðabólsstaður
Galtardalskot
⦿ Galtardalstunga (StóraGaltardalstunga, Stóra-Galtardalstunga, Stóratunga, Stóra Galtardalstúnga, Stóra-Tunga)
⦿ Galtardalur fremri (Stóri-Galtardalur, Stóri–Galtardalur, Stóri Galtardalur, Stóri - Galtardalur, Galtardalur stóri)
Galtardalur neðri (Galtardalur litli, Litli-Galtardalur, Litli - Galtardalur, Litla-Galtardalur, Litli Galtardalur)
⦿ Hafursstaðir
⦿ Hallsstaðir (Hallstaðir)
⦿ Harastaðir (Harrastaðir)
⦿ Hella
⦿ Kaldakinn (Köldukinn)
⦿ Kiðey
⦿ Kjarlaksstaðir (Kjallaksstaðir)
Litlatunga (LitlaGaltardalstunga, Litla-Galtardalstunga, Litla Galtardals túnga, Litla-Tunga)
⦿ Orrahóll (Orrahólar)
Sel
⦿ Skoravík (Skorravík)
⦿ Skógar
⦿ Staðarfell (Staðarfelli)
⦿ Svínaskógur
⦿ Túngarður
⦿ Vígholtsstaðir (Víghólmstaðir, Víghólsstaðir, Vighólastaðir)
⦿ Vogur
⦿ Ytrafell (Ytra-Fell)
⦿ Þúfa (Valþúfa)