Helgafellssveit (svo í manntali árið 1703 og Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín árið 1702, Staðarbakkaþingsókn í jarðatali árið 1754) eldri. Var skipt í Helgafellssveit og Stykkishólmshrepp árið 1892. Prestaköll: Helgafell til ársins 1868 (prestar sátu á jörðinni Þingvöllum árin 1854–1868), Stykkishólmur 1868–1892, Breiðabólsstaður á Skógarströnd frá um 1563 til ársins 1892. Sóknir: Helgafell til ársins 1892, Stykkishólmur frá árinu 1878 (kirkja vígð haustið 1879) til ársins 1892, Bjarnarhöfn til ársins 1892, Narfeyri til ársins 1892.
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2013.