Egilsstaðahreppur varð til úr hlutum Valla- og Eiðahreppa árið 1947. Varð að Egilsstaðabæ árið 1987 sem sameinaðist Skriðdals-, Valla-, Eiða- og Hjaltastaðahreppum sem Austurhérað árið 1998. Árið 2004 varð Austurhérað að Fljótsdalshéraði ásamt Fellahreppi og Norðurhéraði (Jökuldals-, Hlíðar- og Tunguhreppum). Prestaköll: Vallanes til ársins 1980, Egilsstaðir frá árinu 1980, Eiðar til áranna 1960 og 1965. Sóknir: Vallanes til ársins 1960, Eiðar til áranna 1960 og 1965, Egilsstaðir frá árinu 1960 (kirkja vígð 1974).
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2013.