Útlínur hrepps byggja á gögnum um hreppamörk frá 1904 og eru einungis birtar til viðmiðunar.

Selfosshreppur, varð til út úr Sandvíkurhreppi, tveimur eyðijörðum í Ölfushreppi (Fossnesi og Helli) og hluta Laugardæla í Hraungerðishreppi í ársbyrjun 1947. Hreppurinn varð að Selfosskaupstað árið 1978 en sameinaðist Stokkseyrar-, Eyrarbakka- og Sandvíkurhreppum í Sveitarfélaginu Árborg árið 1998. Prestakall: Hraungerði/Selfoss frá árinu 1947 (kennt við Selfoss frá 1956/1970). Sóknir: Laugardælir 1947–1956, Selfoss frá árinu 1952 (kirkja vígð 1956).
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2013.

Selfosshreppur

(frá 1947 til 1978)
Árnessýsla
Var áður Sandvíkurhreppur til 1947, Hraungerðishreppur til 1947.
Varð Selfosskaupstaður 1978.
Sóknir hrepps
Laugardælir í Flóa frá 1947 til 1956
Selfoss frá 1952 til 1978 (kirkja vígð 1956)
Byggðakjarnar
Selfoss

Bæir sem hafa verið í hreppi (0)