Búðahreppur, varð til við skiptingu Fáskrúðsfjarðarhrepps eldra árið 1907. Varð að Austurbyggð ásamt Stöðvarhreppi árið 2003 sem sameinaðist Fjarðabyggð (Neskaupstað, Eskifjarðarbæ og Reyðarfjarðarhreppi) með Mjóafjarðar- og Fáskrúðsfjarðarhreppum árið 2006. Prestakall: Kolfreyjustaður frá árinu 1907. Sókn: Búðir/Fáskrúðsfjörður frá árinu 1913 (kirkja vígð árið 1915, messuhald hófst árið 1912). — Fríkirkjusöfnuður, mjög skammlífur, var stofnaður í Fáskrúðsfirði árið 1915.
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2013.