Útlínur hrepps byggja á gögnum um hreppamörk frá 1904 og eru einungis birtar til viðmiðunar.

Þingeyrarhreppur (nefndur Meðaldalsþingsókn í manntali árið 1703 og einnig Dýrafjarðarsveit vestan fram en Dýrafjarðarhreppur vestan fram í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín árið 1710, Meðaldalsþingsókn í jarðatali árið 1753). Sameinaðist Auðkúluhreppi árið 1990 og hélt nafninu en varð hluti af Ísafjarðarbæ árið 1996 ásamt Mýra-, Mosvalla-, Flateyrar- og Suðureyrarhreppum og Ísafjarðarkaupstað. (Ísafjarðarkaupstaður náði yfir Eyrarhrepp frá árinu 1971, Snæfjallahrepp (Snæfjalla- og Grunnavíkurhreppa) frá árinu 1994 og Sléttuhrepp frá árinu 1995). Prestakall: Sandar til ársins 1932 (í reynd til ársins 1915), Þingeyri frá árinu 1932 (í reynd frá árinu 1915). Sóknir: Sandar til ársins 1911, Þingeyri frá árinu 1911, Hraun í Keldudal til ársins 1971.
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2013.

Þingeyrarhreppur (yngri)

(frá 1990 til 1996)
Var áður Þingeyrarhreppur (eldri) til 1990, Auðkúluhreppur til 1990.
Varð Ísafjarðarbær 1996.
Sóknir hrepps
Álftamýri við Arnarfjörð frá 1990 til 1996
Hrafnseyri/­Eyri við Arnarfjörð frá 1990 til 1996
Byggðakjarnar
Þingeyri

Bæir sem hafa verið í hreppi (0)