Raufarhafnarhreppur varð til í ársbyrjun 1945 við skiptingu Presthólahrepps eldra. Myndaði sveitarfélagið Norðurþing með Öxarfjarðar- (áður Öxarfjarðar-, Presthóla- og Fjallahreppum) og Kelduneshreppum og Húsavíkurbæ (Húsavíkurkaupstað og Reykjahreppi) árið 2006. Prestakall: Raufarhöfn 1945–2006, Skinnastaður frá 2006. Sókn: Raufarhöfn frá árinu 1945.
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2013.