Útlínur hrepps byggja á gögnum um hreppamörk frá 1904 og eru einungis birtar til viðmiðunar.

Skriðuhreppur yngri, varð til þegar Skriðuhreppur eldri skiptist árið 1910. Ein jörð var lögð til Arnarneshrepps árið 1916. Skriðuhreppur yngri varð að Hörgárbyggð í ársbyrjun 2001 með Öxnadals- og Glæsibæjarhreppum. Arnarneshreppur bættist við árið 2010 og sveitarfélagið fékk nafnið Hörgársveit. Prestaköll: Möðruvellir í Hörgárdal 1910–2014, Bægisá 1910–1941, Dalvík frá árinu 2014. Sóknir: Möðruvallaklaustur frá árinu 1910, Bakki 1910–2007, Ytri-Bægisá 1910–2007.
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2013.

Skriðuhreppur (yngri)

(frá 1910 til 2001)
Eyjafjarðarsýsla
Var áður Skriðuhreppur (eldri) til 1910.
Varð Arnarneshreppur (yngri) 1916, Hörgárbyggð 2001.
Sóknir hrepps
Bakki í Öxnadal frá 1910 til 2001 (1910-2007)
Möðruvallaklaustur í Eyjafirði/­Möðruvellir í Hörgárdal frá 1910
Ytri-Bægisá á Þelamörk frá 1910 til 2001 (1910-2007)

Bæir sem hafa verið í hreppi (15)

⦿ Auðbrekka
⦿ Bás (Bás.)
⦿ Bláteigur
⦿ Brakandi
⦿ Dagverðartunga (Dagverðstunga, Digurstunga, Dagverðartúnga)
⦿ Dunhagi (Stóri-Dunhagi, Stóridunhagi, Dynhagi, Stóri - Dunhagi, Stóridunhagie)
⦿ Einhamar
⦿ Fornhagi (Fornhagie)
⦿ Hallfríðarstaðir syðri (Hallfríðarstaðir)
⦿ Hátún
⦿ Hólkot (Holkot, Hólakot)
Saurbæjargerði
⦿ Skriða
⦿ Staðartunga
⦿ Þríhyrningur (Þrýhyrníngr)