Útlínur hrepps byggja á gögnum um hreppamörk frá 1904 og eru einungis birtar til viðmiðunar.

Hvammstangahreppur, varð til út úr Kirkjuhvammshreppi árið 1938 og land lagt til hans árið 1980. Gekk inn í Húnaþing vestra árið 1998 ásamt öðrum hreppum í Vestur-Húnavatnssýslu (Staðar-, Fremri- og Ytri-Torfustaða-, Kirkjuhvamms-, Þverár- og Þorkelshólshreppum). Bæjarhreppur í Strandasýslu bættist við í ársbyrjun 2012. Prestakall: Melstaður 1938–1990, Breiðabólsstaður í Vesturhópi frá árinu 1990. Sókn: Kirkjuhvammur 1938–1957, Hvammstangi frá árinu 1957.
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2013.

Hvammstangahreppur

(frá 1938 til 1998)
Var áður Kirkjuhvammshreppur til 1980 (Land frá jörðum Kirkjuhvammshrepps var lagt til Hvammstangahrepps árið 1980.), Kirkjuhvammshreppur til 1938 (Hvammstangahreppur var myndaður út úr Kirkjuhvammshreppi árið 1938.).
Varð Húnaþing vestra 1998.
Sóknir hrepps
Hvammstangi frá 1957 til 1998
Kirkjuhvammur á Vatnsnesi frá 1938 til 1957
Byggðakjarnar
Hvammstangi

Bæir sem hafa verið í hreppi (0)