Hvammstangahreppur, varð til út úr Kirkjuhvammshreppi árið 1938 og land lagt til hans árið 1980. Gekk inn í Húnaþing vestra árið 1998 ásamt öðrum hreppum í Vestur-Húnavatnssýslu (Staðar-, Fremri- og Ytri-Torfustaða-, Kirkjuhvamms-, Þverár- og Þorkelshólshreppum). Bæjarhreppur í Strandasýslu bættist við í ársbyrjun 2012. Prestakall: Melstaður 1938–1990, Breiðabólsstaður í Vesturhópi frá árinu 1990. Sókn: Kirkjuhvammur 1938–1957, Hvammstangi frá árinu 1957.
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2013.