Kirkjuhvammshreppur (nefndur Vatnsneshreppur í manntali árið 1703 og Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín árið 1705, Kirkjuhvammsþingsókn í jarðatali árið 1753). Út úr honum var myndaður Hvammstangahreppur árið 1938 og land frá jörðum lagt til þess hrepps árið 1980 (í hvorugt skiptið jarðirnar sjálfar). Kirkjuhvammshreppur sameinaðist árið 1998 öðrum hreppum í Vestur-Húnavatnssýslu (Staðar-, Fremri- og Ytri-Torfustaða-, Hvammstanga-, Þverár- og Þorkelshólshreppum) undir heitinu Húnaþing vestra sem var stækkað með Bæjarhreppi í Strandasýslu í ársbyrjun 2012. Prestaköll: Melstaður, Tjörn á Vatnsnesi til ársins 1970 (í raun til ársins 1989), Breiðabólsstaður í Vesturhópi. Sóknir: Melstaður, Kirkjuhvammur til ársins 1957, Hvammstangi frá árinu 1957, Tjörn, Víðidalstunga.
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2013.