Seyðisfjarðarhreppur (svo í manntali árið 1703, Dvergasteinsþingsókn í jarðatali árið 1753) eldri. Var skipt árið 1893, annar hlutinn varð að Seyðisfjarðarhreppi yngra, hinn hlutinn nefndist fyrst Innrihreppur. Prestakall: Dvergasteinn til ársins 1893. Sókn: Dvergasteinn/Vestdalseyri til ársins 1893 (kirkja á Dvergasteini til ársins 1885, Vestdalseyri 1885–1893).
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2013.