Seyðisfjarðarhreppur yngri, varð til við skiptingu Seyðisfjarðarhrepps eldra árið 1893. Hreppurinn sameinaðist Seyðisfjarðarkaupstað árið 1990. Prestakall: Dvergasteinn 1893–1942, Seyðisfjörður 1942–2012, Egilsstaðir frá árinu 2012. Sókn: Seyðisfjörður frá árinu 1893 (kirkja á Vestdalseyri 1893–1922, Fjarðaröldu frá árinu 1922).
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2013.