Útlínur hrepps byggja á gögnum um hreppamörk frá 1904 og eru einungis birtar til viðmiðunar.

Mosvallahreppur yngri, varð til við skiptingu Mosvallahrepps eldra árið 1922 en gekk inn í Ísafjarðarbæ árið 1996 ásamt Þingeyrar- (áður Auðkúlu- og Þingeyrarhreppum), Mýra-, Flateyrar- og Suðureyrarhreppum og Ísafjarðarkaupstað. (Ísafjarðarkaupstaður náði einnig yfir Snæfjallahrepp (Snæfjalla- og Grunnavíkurhreppa) frá árinu 1994 og Sléttuhrepp frá árinu 1995). Prestakall: Holt í Önundarfirði frá árinu 1922. Sóknir: Holt frá árinu 1922, Kirkjuból í Valþjófsdal frá árinu 1922.
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2013.

Mosvallahreppur (yngri)

(frá 1922 til 1996)
Var áður Mosvallahreppur (eldri) til 1922.
Varð Ísafjarðarbær 1996.
Sóknir hrepps
Holt í Önundarfirði frá 1922 til 1996
Kirkjuból í Valþjófsdal frá 1922 til 1996
Byggðakjarnar
Flateyri

Bæir sem hafa verið í hreppi (0)