Suðurfjarðahreppur (Suðurfjarðasveit í manntali árið 1703 en hluti af Arnarfjarðardölum í Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín árið 1710 en þar kemur jafnframt fyrir heitið Suðurfjarðasveit og sagt að sveitirnar Arnarfjarðardalir og Suðurfjarðasveit eigi þingsókn á vor að Fífustöðum en á öðrum tímum ársins að Neðrihvestu, hluti af Fífustaðaþingsókn í jarðatali árið 1753), varð, ásamt Ketildalahreppi, að Bíldudalshreppi árið 1987. Sá hreppur sameinaðist Barðastrandar-, Rauðasands- og Patrekshreppum árið 1994 undir heitinu Vesturbyggð. Prestakall: Otrardalur til ársins 1907, Bíldudalur 1907–1987. Sókn: Otrardalur til ársins 1906, Bíldudalur 1906–1987.
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2013.