Útlínur hrepps byggja á gögnum um hreppamörk frá 1904 og eru einungis birtar til viðmiðunar.

Vallahreppur yngsti, varð til árið 1947 þegar þorpið á Egilsstöðum og nokkrir bæir úr Vallahreppi yngra ásamt nokkrum bæjum úr Eiðahreppi urðu að Egilsstaðahreppi. Sameinaður Egilsstaðabæ, Skriðdals-, Eiða- og Hjaltastaðahreppum sem Austurhérað árið 1998. Austurhérað varð, ásamt Fellahreppi og Norðurhéraði (Jökuldals-, Hlíðar- og Tunguhreppum), að Fljótsdalshéraði árið 2004. Prestakall: Vallanes 1947–1980, Egilsstaðir frá árinu 1980. Sókn: Vallanes frá árinu 1947.
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2013.

Vallahreppur (yngsti)

(frá 1947 til 1998)
Suður-Múlasýsla
Var áður Vallahreppur (yngri) til 1947.
Varð Austurhérað 1998.
Sóknir hrepps
Vallanes á Völlum frá 1947 til 1998

Bæir sem hafa verið í hreppi (0)