Útlínur hrepps byggja á gögnum um hreppamörk frá 1904 og eru einungis birtar til viðmiðunar.

Ölfushreppur yngsti, varð til við skiptingu Ölfushrepps eldri árið 1946, tvær jarðir fóru til Selfosshrepps í ársbyrjun 1947 (Fossnes og Hellir, báðar í eyði), Selvogshreppur var sameinaður Ölfushreppi í ársbyrjun 1989. Nefnist Sveitarfélagið Ölfus frá árinu 1999. Prestaköll: Arnarbæli 1946–1948, Hveragerði frá árinu 1948, Þorlákshöfn frá árinu 1991. Sóknir: Kotströnd frá árinu 1946, Hjalli frá árinu 1946, Þorlákshöfn frá árinu 1985 (Þorlákshafnar- og Hjallasóknir taldar sem ein sókn), Strönd í Selvogi frá ársbyrjun 1989.
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2013.

Ölfushreppur (yngsti)

(frá 1946 til 1999)
Árnessýsla
Var áður Ölfushreppur (yngri) til 1946, Selvogshreppur til 1989.
Varð Sveitarfélagið Ölfus 1999.
Sóknir hrepps
Hjalli í Ölfusi frá 1946 til 1999
Kotströnd í Ölfusi frá 1946 til 1999
Strönd í Selvogi frá 1989 til 1999
Þorlákshöfn frá 1946 til 1999 (Þorlákshafnar- og Hjallasóknir taldar sem ein sókn)
Byggðakjarnar
Hveragerði
Þorlákshöfn

Bæir sem hafa verið í hreppi (0)