Útlínur hrepps byggja á gögnum um hreppamörk frá 1904 og eru einungis birtar til viðmiðunar.

Grafningshreppur, var hluti af Ölfushreppi um aldamótin 1700 og fram á 18. öld (manntal árið 1703 og Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín árið 1706). Grafningshreppur var sameinaður Þingvallahreppi á árunum 1828–1861. Varð að Grímsness- og Grafningshreppi ásamt Grímsneshreppi árið 1998. Prestakall: Þingvellir til ársins 1856, Klausturhólar 1856–1885 (Klausturhólabækur til ársloka 1886, þjónað af Arnarbælispresti um skeið), Þingvellir aftur 1887–1981 (þjónað af presti á Mosfelli í Grímsnesi 1928–1958, Þingvallabækur notaðar), Mosfell í Grímsnesi frá ársbyrjun 1982–2013, Skálholt frá árinu 2013. Sókn: Úlfljótsvatn.
Björk Ingimundardóttir. Prestaköll, sóknir og prófastsdæmi á Íslandi. Reykjavík: Þjóðskjalasafn Íslands. 2013.

Grafningshreppur (eldri)

(til 1828)
Árnessýsla
Var áður Ölfushreppur (elsti) til 1710 (Var hluti af Ölfushreppi um aldamótin 1700 og fram á 18. öld.).
Varð Þingvallahreppur (yngri) 1828.
Sóknir hrepps
Úlfljótsvatn í Grafningi til 1828

Bæir sem hafa verið í hreppi (1)

⦿ Hagavík