Árni Franzson f. 1690

Samræmt nafn: Árni Franzson
Einstaklingur ekki skráður í sögulegt manntal
Einstaklingur hefur ekki fundist í Íslenzkum æviskrám
Einstaklingur hefur ekki fundist í nafnaskrá Lbs

Nafn Fæðingarár Staða
 
1655
Prestur 1.1
 
1666
hjón 1.2
 
1690
börn þeirra, Prestur 1.4
 
1693
börn þeirra 1.4
 
1704
börn þeirra 1.4
 
1717
Fósturbarn 1.8
 
1723
Fósturbarn 1.8
 
1704
vinnuhjú 1.13
 
1710
vinnuhjú 1.13
1703
hjón, vinnuhjú 1.131
 
1692
hjón, vinnuhjú 1.132
 
1723
börn þeirra 1.134
 
1729
börn þeirra 1.134

Mögulegar samsvaranir við Árni Franzson f. 1690 í Íslenzkum æviskrám

--Prestur. --Foreldrar: Síra Franz Íbsson í Hruna og kona hans Solveig Árnadóttir prests í Hruna, Halldórssonar. F. í Hruna. Tekinn í Skálholtsskóla um 1705 og stúdent þaðan 1711. Átti síðan lengi óvígður heima hjá föður sínum, en var vígður honum til aðstoðarprests 18. apr. 1723. Fekk Hruna við lát hans og tók við staðnum 17. sept. 1739, þótt Jón byskup Árnason legðist í móti honum, enda hafði honum áður þókt hann lítt að sér og ámælt föður hans fyrir að halda honum um of til vinnu. Hann gegndi Reykjadalsprestakalli frá því um nýár 1724 fram á haust 1726. Hann var ókv. og bl. og dvaldist í húsmennsku í Hruna, en byggði öðrum jörðina. Hann var talinn góðmenni, en veiklaður á geðsmunum og lá oft í rúminu af þunglyndi, var og fótaveikur, svo að honum var erfitt um að sinna prestsverkum. Árið 1748 fekk hann sér aðstoðarprest, síra Árna Ólafsson, síðar í Gufudal, og var hann hjá honum 3 ár. Árið 1751 sleppti hann prestskap að öllu. Árið 1756 naut hann styrks (14 rd.) af fé því, sem ætlað var örvasa prestum, enda er þá svo að sjá sem hann hafi verið karlægur og með öllu heilsulaus (HÞ; SGrBf.).