Jón Árnason f. 1665

Samræmt nafn: Jón Árnason
Einstaklingur í sögulegu manntali
Jón Árnason (f. 1665)
Einstaklingur hefur ekki fundist í Íslenzkum æviskrám
Einstaklingur hefur ekki fundist í nafnaskrá Lbs

Nafn Fæðingarár Staða
1631
hreppstjóri, bóndi, vanheill 4707.1
1633
húsfreyja, vanheil 4707.2
1665
þjenari, smiður, heill 4707.3
1664
þjenari, vanheill 4707.4
1671
þjónar, heil 4707.5
1673
þjónar, heil 4707.6
1683
þjónar, vanheil 4707.7

Nafn Fæðingarár Staða
 
1665
veleðla hr. Biskupsins mag. Jóns Árnasonar vinnuhjú og heimilisfólk 1.1
 
1687
1.1
1689
kona hans 1.2
 
1728
börn þeirra 1.4
 
1729
börn þeirra 1.4
 
1662
örvasa fólk og ómagar 1.11
 
1671
örvasa fólk og ómagar 1.11
 
1666
örvasa fólk og ómagar 1.11
1700
örvasa fólk og ómagar 1.11
 
1643
örvasa fólk og ómagar 1.11
 
1664
örvasa fólk og ómagar 1.11
1655
örvasa fólk og ómagar 1.11
 
1660
örvasa fólk og ómagar 1.11
 
1659
örvasa fólk og ómagar 1.11
 
1672
örvasa fólk og ómagar 1.11
1664
örvasa fólk og ómagar 1.11
 
1696
vinnuhjú 1.13
 
1689
vinnuhjú 1.13
 
1657
vinnuhjú 1.13
 
1702
vinnuhjú 1.13
 
1700
vinnuhjú 1.13
 
1700
vinnuhjú 1.13
 
1710
vinnuhjú 1.13
 
1693
vinnuhjú 1.13
 
1697
vinnuhjú 1.13
 
1689
vinnuhjú 1.13
 
1679
vinnuhjú 1.13
 
1705
vinnuhjú 1.13
 
1709
vinnuhjú 1.13
 
1663
vinnuhjú 1.13
 
1663
vinnuhjú 1.13
 
1710
vinnuhjú 1.13
 
1711
vinnuhjú 1.13
 
1709
vinnuhjú 1.13
 
1714
vinnuhjú 1.13
 
1710
vinnuhjú 1.13
 
1719
vinnuhjú 1.13
 
1688
vinnuhjú 1.13
 
1694
vinnuhjú 1.13
 
1710
vinnuhjú 1.13
 
1704
vinnuhjú 1.13
 
1699
vinnuhjú 1.13
 
1673
vinnuhjú 1.13
 
1711
vinnuhjú 1.13
 
1680
vinnuhjú 1.13
 
1681
vinnuhjú 1.13
 
1662
vinnuhjú 1.13
 
1648
örvasa fólk og ómagar 1.111
 
1644
örvasa fólk og ómagar 1.111
 
1660
örvasa fólk og ómagar 1.112
 
1668
örvasa fólk og ómagar 1.112
 
1702
vinnuhjú 1.131
 
1709
vinnuhjú 1.131
 
1691
vinnuhjú 1.131
 
1708
vinnuhjú, kona hans 1.132
 
1728
barn þeirra 1.134
 
1725
barn hennar 1.134
 
1728
barn hennar 1.134

Nafn Fæðingarár Staða
 
1691
1.1
 
Þuríður
Þuríður
1700
1.2
 
1726
barn þeirra 1.4
 
1706
hjú 1.13
 
1711
hjú 1.13
1664
hjú 1.13
 
1696
hjú 1.13
 
1703
hjú 1.13
 
1714
hjú 1.13
 
1697
2.1
 
Katrín
Katrín
1693
2.2
 
1725
þeirra börn 2.4
 
1727
þeirra börn 2.4
 
1729
þeirra börn 2.4
1698
2.151
 
Birget
Birget
1729
barn hennar 2.154

Nafn Fæðingarár Staða
 
None
hjón, þau bæði mjög heilsuveik 1.1
 
1683
hjón, þau bæði mjög heilsuveik 1.2
 
1709
þeirra börn, fótaveikur 1.4
 
1720
þeirra börn 1.4
 
1713
þeirra börn 1.4
 
1724
þeirra börn 1.4

Mögulegar samsvaranir við Jón Árnason f. 1665 í Íslenzkum æviskrám

Byskup. --Foreldrar: Síra Árni Loptsson í Sælingsdal og kona hans Álfheiður Sigmundsdóttir í Fagradal, Gíslasonar. --Lærði í Skálholtsskóla, talinn stúdent 1685 (af sumum 1690), fór utan 1690, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 1. okt. s. á. varð attestatus í guðfræði, kom aftur til landsins 1692, varð þá heyrari í Hólaskóla, en rektor þar 1695–1707, hafði síðari árin þar bú í Geldingaholti, vígðist 1707 að Stað í Steingrímsfirði, en hafði fengið vonarbréf fyrir því prestakalli 7. maí 1692. --Eftir bendingu frá Ditlev Vibe, sem mjög var handgenginn konungi, í bréfi 29. maí 1721, fór hann utan s. á., fekk Skálholtsbyskupsdæmi að veitingu konungs 13. febr. 1722, vígðist 25. mars s.á., tók samsumars við stólnum, með 700 rd. álagi, varð magister að nafnbót 30. júlí 1722, hélt Skálholtsstól til æviloka. Hann var talinn maður ágætlega að sér, en þókti bera af í guðfræði, stærðfræði, rímfræði og söngfræði, kenndi jafnvel sjálfur söng í Skálholtsskóla, er hann var orðinn byskup. Kennari þókti hann snjall, en svo strangur, að talið er, að 2 nemanda einungis hafi sloppið við barsmíð hjá honum. Hann er og einn hinn stjórnsamasti byskup, sem verið hefir uppi á Íslandi, gekk ríkt eftir eignum og réttindum kirkna og stólsins, neitaði að vígja prestsefni, ef honum þókti brestur á þekkingu þeirra, en veik prestum frá tafarlaust, ef honum þókti vansæmd að framkomu þeirra. --Hann var og hinn mesti hófsmaður sjálfur um alla hluti, iðjusamur, stöðuglyndur, einarður og hreinlyndur; átti hann jafnan deilur við amtmenn landsins, og báru þeir honum á brýn ærið ráðríki. Hann þókti viðfelldinn ræðumaður. Hann var og hinn hagsýnasti búhöldur, en jafnan, þar er hann sá þörf fyrir, var hann fremstur til hjálpar og þá hinn rausnsamasti; var hann fús að styrkja efnilega stúdenta (600 rd. er talið, að hann hafi látið í té í því skyni) og þurfandi menn. --Í guðsþakkaskyni og til kirkna gaf hann í föstu og lausu 1400 rd., en lét þó eftir sig 502 hundr. í fasteignum og lausafé að auk, að ótöldu því, er hann hafði léð öðrum. Hann lagðist fast að því (tvívegis) í tillögum til stjórnarinnar að hefta flutning brennivíns og tóbaks til landsins, en kaupmenn og stiftamtmenn hömluðu. Hann gerði og tillögur um plæging og sáning og um stofnun unglingaskóla í hverri sýslu, og varð jafnlítt ágengt. Í þágu Skálholtsskóla lét hann prenta latneskar kennslubækur í Kh.: „Donatus“, 1733; „Lexidion“, 1734; „Nucleus latinitatis“, 1738. Vegna trúarlífsins samdi hann spurningar handa börnum („Spurningar útaf fræðunum“, pr. í Kh. 1722 og a.m.k. þrisvar eftir það), og endurprenta sálmabók („Ein ný psalmabók“), Kh. 1742, Til fræðslu almennings í rími (meðan sjaldan voru prentuð almanök) samdi hann Fingrarím („Dactylismus“), pr. í Kh. 1739, endurpr. í Kh. 1838, Með Rímbeglu (Kh. 1780) var prentuð ritgerð eftir hann („Sciagraphia horologii“). Í handritum er fjöldi ritgerða eftir hann ýmislegs efnis, einkum varðandi kirkjulög og kristinrétt, stærðfræði, stjarnfræði, málfræði (í Lbs.: Alin, Helgi brotssekt, Höfuðtíund, Katlamálsskjóla, Landskyldir, Lögmannstollur, Um reka, Sermon um kristinrétt, Pronunciatio literarum a, g, u, y in Latino et Græco sermone, Mörk og eyrir, Hundrað silfurs, Vallarmál o. fl.). Í Rask. 68: Predikun á jóladag. Í öðrum útlendum söfnum er fátt eftir hann þess háttar, en bréfagerðir hafði hann við ýmsa, og er sumt varðveitt í Lbs. og útl. söfnum, en pr. eru bréf hans til AM. Hann samdi ritgerðir til varnar Bergþórsstatútu, sem þó bersýnilega og vitanlega var falsskjal (margar uppskr. í Lbs.). Bréfabækur hans miklar (6 bindi á ísl., 1 bindi á dönsku) eru varðveittar í þjóðskjalasafni. Bréf hans eru oft einkennileg, mjög skorinorð, og oft er gaman að framsetningu hans. Honum var lítið um fornrit og ástundan manna í þeim (sjá bréf til síra Einars Hálfdanarsonar), taldi trúspilling að. --Kona (7. sept. 1703): Guðrún (f. 1665, d. 20. okt. 1752, útfm. hennar pr. á Hól. 1778) Einarsdóttir byskups, >Þorsteinssonar. --Sonur þeirra: Árni heyrari (Útfm., Hól. 1748; Saga Ísl. VI; Bps. JH. I; Tímar. bmf. I; HÞ.).

Mögulegar samsvaranir við Jón Árnason f. 1665 í nafnaskrá Lbs