Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Björnsson

(30. ágúst 1830–23. dec. 1910)

Bóndi.

Foreldrar: Björn Jónsson á Kirkjubóli í Vaðlavík og kona hans Guðlaug Pétursdóttir sst., Péturssonar. Bjó lengstum að Karlsskála í Reyðarfirði. Orðlagður atorkumaður, bæði í búskap og sjávarútgerð, og varð auðmaður, en drengskaparmaður. Verðlaun úr sjóði Kr. níunda.

Kona: Sigríður Pálsdóttir að Karlsskála, Jónssonar (sjá Hans Beck).

Börn þeirra: Helga átti Jón ritstjóra Ólafsson, Pálína átti Hans skipstjóra Mohr í Færeyjum, Björn að Karlsskála, Guðni hreppstjóri sst., Steinunn átti síra Ólaf Stephensen í Bjarnanesi, Guðný átti Jóannes kóngsbónda Paturson í Færeyjum, Hansína s.k. Dr. Benedikts kaupm. Þórarinssonar í Rv., Helgi bakari síðast í Rv. (Óðinn XXII; Br7.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.