Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Bjarnason yngri

(um 1656–um 1726)

Prestur.

Foreldrar: Síra Bjarni skáld Gizurarson að Þingmúla og kona hans Ingibjörg Árnadóttir prests, Þorvarðssonar. Lærði í Hólaskóla, stúdent þaðan um 1682, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 19. nóv. 1686 og er sumstaðar talinn attestatus þaðan, a.m.k. hefir hann haft góða vitnisburði frá háskólanum og verið vel að sér, að því er sjá má af bréfi Jóns byskups Vídalíns 8. sept. 1706.

Hann var lengi hjá föður sínum og síðar systur sinni Arndísi (konu síra Þorleifs Guðmundssonar) á Hallormsstöðum, en vorið 1703 fluttist hann með þeim að Stóra Sandfelli í Skriðdal, til bróður síns, Eiríks eldra lögréttumanns, og mun hafa verið þar, til þess er hann fekk prestskap. Hann fekk vonarbréf fyrir prestakalli í Múlaþingi 13. maí 1707, vígðist 1708 að Hallormsstöðum og hélt til dauðadags.

Kona (um 1710–11): Þuríður (enn á lífi 1735 á Ormsstöðum í Skógum) Árnadóttir, Eiríkssonar (prests í Vallanesi, Ketilssonar).

Börn þeirra: Árni konrektor í Skálholti, Einar d. í Odda, bl., Solveig átti Björn Ólafsson í Böðvarsdal, Guðný, Ingibjörg (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.