Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Eiríkur Bjarnason

(– –um 1676)

Prestur.

Foreldrar: Bjarni silfursmiður Jónsson í Berunesi og kona hans Sigríður Einarsdóttir prests í Heydölum, Sigurðssonar. Mun hafa orðið um 1624 aðstoðarprestur síra Hjörleifs Erlendssonar á Hallormsstöðum, fekk það prestakall við lát hans (1626) og mun hafa haldið það til dauðadags; virðist enn á lífi 1675. Hann var fátækur, og má sjá af visitazíu- og bréfabókum Brynjólfs byskups Sveinssonar, að byskupi hefir jafnan þókt innstæðu kirkjunnar hætt í vörzlum hans.

Kona 1 (3. okt. 1624): Þórdís Hjörleifsdóttir prests á Hallormsstöðum, Erlendssonar.

Börn þeirra: Síra Einar í Stóra Dal (Mörk), Hjörleifur, Gunnar, Bjarni, Halldóra f.k. síra Ólafs Sigfússonar á Refsstöðum, Ólöf átti Þorvarð Magnússon, Guðrún.

Kona 2: Arndís Magnúsdóttir, er átt hafði áður barn í frillulífi með Pétri eldra Bjarnasyni sýslumanni að Burstarfelli, Oddssonar (HÞ.; SGrBí.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.