Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Þórólfsson

(15. og 16. öld)

Umboðsmaður.

Foreldrar: Þórólfur Þórólfsson, Brandssonar, og Ástríður Sæmundsdóttir.

Var um tíma (nálægt 1480) umboðsmaður Diðriks hirðstjóra Pínings. Bjó á Hofstöðum í Miklaholtshreppi, gerðist próventumaður að Helgafelli 1493, d. um 1510).

Kona: Katrín Halldórsdóttir ábóta að Helgafelli, Ormssonar.

Börn þeirra: Síra Þórður í Hítardal, Ormur í Saurbæ á Kjalarnesi, Þorleifur sýslumaður á Hofstöðum, síra Jón í Odda, Ingunn átti Gísla Jónsson á Ánastöðum á Vatnsnesi, Ragnhildur átti Jón Þórðarson á Hvanneyri, Þórunn átti fyrr Jón Torfason í Klofa (bl.), síðan Björn Jónsson að Eyvindará (Dipl. Isl.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.