Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Þórðarson

(7. ág. 1867–6. ág. 1909)

Prestur:

Foreldrar: Þórður á Kollsstöðum á Völlum Einarsson (prests í Vallanesi, Hjörleifssonar) og kona hans Þórdís Eiríksdóttir á Nefbjarnarstöðum, Gunnlaugssonar. F. á Kollsstöðum.

Tekinn í Reykjavíkurskóla 1882, stúdent (utanskóla) 5. okt. 1888, með 3. einkunn (58 st.), próf úr prestaskóla 1890, með 1. einkunn (45 st.). Kennari í Keflavík 1890–1. Fekk Hofteig 12. febr. 1891, vígðist 7. júní s. á, Desjarmýri 18. febr. 1904, varð að láta þar af prestskap 8. okt. 1907, vegna bljóstveiki, sem lengi hafði þjáð hann og varð banamein hans.

Hafði mikinn áhuga á þjóðmálum og bindindismálum. Ritgerðir í Ísl. Good-Templar og í Nýju kirkjubl. Alþm. Norðmyýl. 1903– 7.

Kona (23. ág. 1890): Ingunn (f. 16. sept. 1866, d. 26. febr. 1936) Loptsdóttir á Kleppi, Þorkelssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Þóra átti Guðmund Ásmundsson lækni í Noregi, Marta átti Ingvar cand. phil. Sigurðsson í Rv., Þórður útgerðarm. í Neskaupstað (BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.