Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Þórðarson

(1721–15. dec. 1801)

Prestur.

Foreldrar: Síra Þórður Þórðarson í Hvammi í Hvammssveit og kona hans Þorbjörg Eiríksdóttir prests að Lundi, Eyjólfssonar. Eftir lát föður síns fór hann með síra Eiríki, bróður sínum, norður að Nesi í Aðaldal, var þá um haustið tekinn í Hólaskóla, stúdent þaðan 26. júní 1745, með þeim vitnisburði, að hann væri í meðallagi gáfaður, en frábærlega ástundunarsamur. Varð djákn að Munkaþverá sama haust, en vígðist um vorið (8. maí 1746) að Tjörn í Svarfaðardal, fekk Hvamm í Hvammssveit 15. maí 1754 og hélt til dauðadags, en hafði lengstum frá 1757 aðstoðarpresta. Hann var mikill vexti og orkumaður, glímumaður og sundmaður, en gerðist þungur og stirður á elliárum, var almennt virtur og vel þokkaður, heppinn í lækningum, búmaður góður.

Kona 1 (1746); Sæunn (d. 1751) Eiríksdóttir á Óslandi, Guðvarðssonar. Af börnum þeirra komst 1 upp, Ingveldur, og átti fyrr Jón Jónsson á Hornsstöðum, en síðar Þorkel hreppstjóra Þorkelsson í Knarrarnesi og á ÁAkri.

Kona 2 (1. okt. 1752): Björg (d. 10. apr. 1802, 85 ára) Pálsdóttir prests að Upsum, Bjarnasonar.

Börn þeirra: Sæunn miðkona síra Jóns Gíslasonar í Hvammi í Hvammssveit, Sigríður átti Bjarna borgara Magnússon í Grundarfirði, þau systkinabörn, bl., Þorbjörg miðkona síra Jóhanns Bergsveinssonar í Garpsdal, Þorsteinn, er nefndi sig Rangel (skírður 13. mars 1757, d. 15. jan. 1826), átti barn ungur, fór utan og varð prentari í Kaupmannahöfn, setti sjálfur upp prentsmiðju þar (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.