Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Arnór Loptsson

(16. öld)

Talinn sýslumaður um hríð í Strandasýslu og þá líkl. eftir miðja 16. öld).

Foreldrar: Loptur Guðlaugsson sýslumanns, Loptssonar og kona hans Guðrún Finnsdóttir prests á Ökrum, Arnórssonar. Bjó að Ljáskógum. Er á lífi 1552 og þá lögréttumaður.

Kona 1: Ólöf Jónsdóttir að Svarfhóli í Laxárdal, Ólafssonar: þau bl.

Kona 2: Halldóra Sigurðardótir. Dóttir þeirra: Anna átti Björn Þórðarson prests í Hjarðarholti, Brandssonar.

Kona 3: Herdís Ásgeirsdóttir prests að Lundi, Hákonarsonar.

Sonur þeirra: Ásgeir að Ljáskógum.

Kona 4: Karítas Jónsdóttir, ekkja Sigurðar Eyjólfssonar að Vatnsenda í Skorradal; þau Arnór bl. (Dipl. Isl.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.