Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Þórðarson

(16. og 17. öld , enn á lífi 22. sept. 1630)

Prestur.

Foreldrar: Þórður lögmaður Guðmundsson og kona hans Jórunn Þórðardóttir prests í Hítardal, Einarssonar. Fekk veiting fyrir Melum 1581 og sat þar síðan, en síra Jón Finnsson, tengdasonur hans, fekk veiting fyrir Melum 1620; eftir það varð ósamkomulag með þeim síra Einari, en samdist svo með þeim 28. maí 1621, að síra Einar fengi 15 hundr. árlegt tillag, en skyldi taka við staðnum aftur, ef síra Jón félli frá. Fekk síra Jón honum þá Krossholt til fullrar eignar, og má vera, að hann hafi flutzt þangað, en ekki að Ökrum, sem sumir segja; síðast hefir hann búið í Belgsholti. Hann var talinn einfaldur, aðsjáll, mikill vexti og sterkur.

Kona: Guðrún (enn á lífi 22. sept. 1630) Marteinsdóttir byskups, Einarssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Halldóra átti fyrr síra Jón Finnsson á Melum, en síðar Snorra Helgason á Kaðalstöðum, Jórunn átti fyrr síra Þorstein Tyrfingsson í Hvammi í Norðurárdal, en síðar Þorberg sýslumann Hrólfsson, Katrín átti Erlend Þorvarðsson á Suðurreykjum í Mosfellssveit (Alþb. Ísl.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.