Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Þorvarðsson

(– –1657)

Prestur.

Foreldrar: Síra Þorvarður Magnússon í Vallanesi og kona hans Ingibjörg Árnadóttir. Fekk Valþjófsstaði 10. okt. 1616, fór utan til þess að ná í prestakallið (mun hafa verið aðstoðarprestur þar áður) og hélt til dauðadags.

Kona: Þuríður (d. um 1676), Hallsdóttir prests í Kirkjubæ, Högnasonar: hún bjó eftir lát manns síns á Gunnlaugsstöðum í Skógum.

Börn þeirra: Bergur lögréttumaður að Hafursá, Eiríkur í Mjóanesi, Hallur, Þóra átti Árna Pálsson frá Eyjólfsstöðum, Steinunn, Ingibjörg átti síra Böðvar Sturluson á Val þjófsstöðum (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.