Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Þorvaldsson

(1227 – um 1286)
. Goðorðsmaður, síðastur af Vatnsfirðingum. Foreldrar: Þorvaldur Snorrason Vatnsfirðingur, brenndur inni 6. ág. 1228,.og síðari kona hans (gift haustið 1224) Þórdís, laundóttir Snorra fróða Sturlusonar og Oddnýjar. Einars er oft getið í Sturlungu, og var hann meðal þeirra, er sóru skatt Hákoni konungi 1262. Árið 1273 dæmdi Jón erkibiskup af Einari Vatnsfjörð. 1284 tók Einar aftur Vatnsfjörð, er aðrir leikmenn tóku staði þá, sem átt höfðu. 1286 var Einar bannsettur af Árna biskupi fyrir staðartökuna og ólöglegt kvennafar, og er þess þó getið, að Einar var eiginkvæntur, en kona hans ekki nafngreind. Enda hefir hann ekki átt skilgetið afkvæmi, sem til aldurs kæmist, þó að yngri ættatölur eigni honum ranglega Vilborgu, sem var Sigurðardóttir. Einar mun hafa dáið í banni um 1286–87 (Sturl.; Árna bps saga) (SD.).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.