Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Þorsteinsson

(– –um 1691)

Sýslumaður.

Foreldrar: Þorsteinn sýslum. Magnússon í Þykkvabæ og kona hans Guðríður yngri Árnadóttir prests í Holti undir Eyjafjöllum, Gíslasonar byskups, Jónssonar. Er orðinn lögréttumaður 1644 og hefir um það bil gerzt umboðsmaður Þorleifs sýslumanns Magnússonar að Hlíðarenda, en fengið austurhluta Skaftafellsþings um 1646 og haldið til nálega 1684. Bjó að Felli í Mýrdal. Talinn með heldri sýslumönnum á sinni tíð. Til voru eftir hann tvær lagaritgerðir (P. Víd.).

Kona: Auðbjörg Filippusdóttir (Teitssonar á Holtastöðum).

Börn þeirra: Ólafur sýslum. í Loptsölum, Ísleifur sýslum. að Felli, Sigurður lögréttum. og klausturhaldari í Kirkjubæ, Filippus, Guðmundur lögréttum. í Rangárþingi, síra Gunnar í Kálfholti, Jón klausturhaldari í Þykkvabæ, Þorleifur lögréttum., Þórunn átti Ketil Jónsson frá Felli í Suðursveit, Ketilssonar, Guðrún f.k. Þorsteins lögréttum. á Háeyri, Eyjólfssonar, Hólmfríður átti Pál lögréttum. Bjarnason að Fljótum í Meðallandi, Þorsteinn, Jón (Pét.: Hist. litt.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.