Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Þorsteinsson

(um 1775–5. júlí 1798)

Stúdent.

Foreldrar: Síra Þorsteinn Stefánsson að Krossi í Landeyjum og kona hans Margrét Hjörleifsdóttir. F. að Krossi. Tekinn 1785 til fósturs af mági sínum síra Vigfúsi Ormssyni, þá að Ási í Fellum, sem kostaði hann til náms, lærði fyrst 1 vetur (1789–90). hjá bróður sínum, Hjörleifi, er þá var stúdent, næsta vetur (1790–1) hjá síra Jóni Högnasyni að Hólmum, tekinn í Reykjavíkurskóla hinn eldra 1791, stúdent þaðan 31. maí 1797, með góðum vitnisburði. Var á skólaárum sínum á sumrum ýmist hjá bróður sínum, síra Stefáni á Stóruvöllum, eða mági, síra Runólfi Jónssyni að Stórólfshvoli, en eftir stúdentspróf fór hann að Valþjófsstöðum, til síra Vigfúsar Ormssonar, mágs síns, og móður sinnar, er þar var þá, og var þar, til þess er hann drukknaði á Berufirði, í kaupstaðarferð frá Djúpavogi, ókv. og bl., talinn efnismaður, hraustmenni, ötull og ódeigur (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.