Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Þorsteinsson

(21. febr. 1633–9. okt. 1696)

Byskup.

Foreldrar: Síra Þorsteinn Tyrfingsson í Hvammi í Norðurárdal og kona hans Jórunn Einarsdóttir prests á Melum, Þórðarsonar. Lærði fyrst skólanám hjá síra Þórði Jónssyni í Hítardal, líkl. veturinn 1644–5, og mun hafa verið tekinn í Hólaskóla haustið 1645, orðið stúdent þaðan 1649, síðan s. á. liðl. 1 ár djákn á Reynistað, komizt í þjónustu Henriks Bjelkes 1650, farið með honum þá utan og verið 2 ár í þjónustu hans, en skráður var hann í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 20. dec. 1652, varð þar attestatus og mun hafa verið þar 2 ár. Kom til landsins samsumars og varð heyrari í Hólaskóla 2 eða 21% ár og síðan rektor þar 3 eða 3 ár, fekk 1660 Múla (afhending fór fram 4. júní 1662), en fekk 30. jan. 1692 veiting konungs fyrir byskupsdæmi að Hólum, vígðist byskup 13. mars s. á. (afhending stólsins fór fram 18.–25. júní s. á.) og hélt því embætti til dauðadags. Hann var talinn vel að sér í andlegum og veraldlegum efnum, glaðlyndur og gestrisinn, stjórnsamur, og auðgaðist vel, en þó vel látinn. Prestastefnubók og visitazíubækur hans eru í þjóðskjalasafni.

Kona 1 (25. sept. 1664): Ingibjörg (d. 8. júní 1695, á 53. ári) Gísladóttir prests á Bergsstöðum, Brynjólfssonar.

Börn þeirra, er upp komust: Guðrún átti Jón Skálholtsbyskup Árnason, Guðríður átti Jón sýslumann Jónsson í Múlaþingi (Þorlákssonar), Nikulás klausturhaldari á Reynistað og sýslumaður í Hegranesþingi, Benedikt byskupssveinn í Skálholti, d. í bólunni miklu 1707, ókv. og bl., Bjarni stúdent, d. í bólunni miklu, ókv. og bl, síra Gísli eldri að Múla, Jórunn, d. óg. og bl. 22. okt. 1743, Sigríður d. í bólunni miklu 1707, 24 ára, óg. og bl., síra Gísli yngri á Auðkúlu, Sigurður Hólaráðsmaður, síðar lögsagnari að Geitaskarði.

Kona 2 (13. sept. 1696): Ragnheiður (d. 1715) Jónsdóttir prests í Vatnsfirði, Arasonar, ekkja Gísla byskups Þorlákssonar; þau bl. (Útfm., Kh. 1700 varhugaverð); Saga Ísl. V; JH. Bps. II.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.