Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Þorleifsson

(– – 1452)

Hirðstjóri norðan og vestan).

Foreldrar: Þorleifur sýslumaður Árnason að Auðbrekku og kona hans Vatnsfjarðar-Kristín Björnsdóttir Jórsalafara, Einarssonar. Hafði hirðstjórn norðan og vestan 1446–50, en hefir haldið Húnavatnsþing 1445–", síðan Ísafjarðarsýslu, setið fyrst að Auðkúlu, síðan að Vatnsfirði eða Hóli í Bolungarvík. Hann gekk (með bróður sínum, Birni ríka) fastast fram í móti Guðmundi ríka Arasyni og lýsti hann útlægan 1446. Ókv., en launbörn hans (með Helgu Þorgilsdóttur) eru talin: Þuríður, sem átti Sigvalda langalíf Gunnarsson, Björn (faðir Bjarna, föður Þorleifs, föður Höllu, konu síra Símonar Jónssonar í Kálfholti), Ormur, og (ranglega) Sölvi í Finnstungu eða Sölvatungu (hann var Arngrímsson) (Dipl. Isl.; BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.