Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Þorkelsson

(11. júní 1867 – 27. júní 1945)

. Skrifstofustjóri, rithöfundur. Foreldrar: Síra Þorkell Eyjólfsson á Borg á Mýrum, síðast á Staðastað, og kona hans Ragnheiður Pálsdóttir prófasts í Hörgsdal, Pálssonar. Átti um skeið heima á Búðum vestra í Ólafsvík.

Vann að skjalaritun í Rv. og gerðist starfsmaður á skrifstofu Alþingis. Skrifstofustjóri Alþingis 1914–22; fekk þá lausn sökum heilsubrests. Vel ritfær.

Ritstörf (smásögur): Ferfætlingar, Rv. 1926; Hagalagðar, Rv. 1928; Minningar, Rv. 1927.

Kona 1 (25. ág. 1887): Katrín (f. 26. sept. 1863) Jónsdóttir vefara í Stykkishólmi, Jónssonar. Börn þeirra, sem upp komust: Svava (d. 1943) átti Guðgeir Ögmundsson í Ólafsvík, Þórheiður átti Svein Einarsson í Ólafsvík, Laufey seinni kona Finnboga Lárussonar á Búðum.

Kona 2: Ólafía Guðfinna (f. 21. apr. 1882) Jónsdóttir í Tungu í Fróðárhreppi, Jónssonar; þau skildu. Börn þeirra: Hrefna átti fyrr Siggeir póstmann Einarsson í Rv. (þau skildu), síðar Guðmund sjómann Þórðarson í Hafnarfirði, Hrafnkell stúdent (d. 1927), Ragnheiður átti Svein útgerðarmann Jónsson í Rv., Ragnheiður Þorkatla. Kona 3 (6. ág. 1918): Ólafía (f. 18. maí 1889) Guðmundsdóttir í Hörgsholti, Jónssonar. Börn þeirra: Arnkell Jónas bifreiðarstjóri í Rv., Ólafía fornleifafræðingur átti sænskan mann, E. Landén í Lundi, Hrafnkatla, Björg, Áskell auglýsingastjóri.

Börn utan hjónabands: (með Jóhönnu Jónsdóttur) Súsanna átti fyrr Kristján sjómann Árnason í Stykkishólmi, síðar Magnús Steinþórsson á Hraunhálsi; (með Oddnýju Jónsdóttur) Áslaug (Thomson) gift í Saskatcewan í Canada (Br7.; ýmsar upplýsingar).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.