Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Einar Þorgrímsson
(15. júní 1896–24. apríl 1950)
. Forstjóri.
Foreldrar: Þorgrímur (d. 5. júlí 1933, 73 ára) Þórðarson héraðslæknir á Borgum í Nesjum og kona hans Jóhanna Andrea (d. 30. maí 1932, 77 ára) Ludvigsdóttir verzlunarmanns í Rv., Lárussonar Knudsen. Lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1914. Fór til Vesturheims 1917 og fekkst þar við margvísleg störf; var sjómaður, málari, verzlunarmaður og rafmagnsmaður. Kom heim 1937. Stofnaði árið 1938 fyrirtækið „Lithoprent“ í Rv., og rak það til æviloka. Hafa þar verið ljósprentaðar margar gamlar Íslenzkar bækur (sjá: Landsbókasafn Íslands: Árbók 1944). Kona 1 (18. okt. 1918): Jóhanna Þuríður (f. 21. júní 1895) Oddsdóttir útvegsbónda í Vestmannaeyjum, Árnasonar; þau skildu.
Börn þeirra: Jóhanna átti Vilhjálm verzim. Eyjólfsson í Keflavík, Þorgrímur yfirprentari í Rv., Anna Sigríður píanóleikari (kjördóttir föðurbróður síns, Björns bókara í Rv.) átti Ólaf verkfræðing Pálsson í Rv., Einar stúdent, loftskeytamaður í Rv. Kona 2 (20. nóv. 1939): Elín Herdís (f. 18. ág. 1918), dóttir Carls framkvæmdastjóra Finsens í Rv. Dóttir þeirra: Edda (Ýmsar heimildir).
. Forstjóri.
Foreldrar: Þorgrímur (d. 5. júlí 1933, 73 ára) Þórðarson héraðslæknir á Borgum í Nesjum og kona hans Jóhanna Andrea (d. 30. maí 1932, 77 ára) Ludvigsdóttir verzlunarmanns í Rv., Lárussonar Knudsen. Lauk gagnfræðaprófi á Akureyri 1914. Fór til Vesturheims 1917 og fekkst þar við margvísleg störf; var sjómaður, málari, verzlunarmaður og rafmagnsmaður. Kom heim 1937. Stofnaði árið 1938 fyrirtækið „Lithoprent“ í Rv., og rak það til æviloka. Hafa þar verið ljósprentaðar margar gamlar Íslenzkar bækur (sjá: Landsbókasafn Íslands: Árbók 1944). Kona 1 (18. okt. 1918): Jóhanna Þuríður (f. 21. júní 1895) Oddsdóttir útvegsbónda í Vestmannaeyjum, Árnasonar; þau skildu.
Börn þeirra: Jóhanna átti Vilhjálm verzim. Eyjólfsson í Keflavík, Þorgrímur yfirprentari í Rv., Anna Sigríður píanóleikari (kjördóttir föðurbróður síns, Björns bókara í Rv.) átti Ólaf verkfræðing Pálsson í Rv., Einar stúdent, loftskeytamaður í Rv. Kona 2 (20. nóv. 1939): Elín Herdís (f. 18. ág. 1918), dóttir Carls framkvæmdastjóra Finsens í Rv. Dóttir þeirra: Edda (Ýmsar heimildir).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.