Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Þorgilsson

(25. ágúst 1865–15. júlí 1934)

Kaupmaður. „

Foreldrar: Þorgils Gunnarsson í Moldartungu í Holtum og kona hans Helga Ásmundsdóttir að Syðra Rauðalæk Gíslasonar. Lærði í Flensborgarskóla 1891–4. Gerðist athafnamaður mikill og auðmaður. Bjó í Hlíð á Álptanesi 1895–1900, á Óseyri 1900–11.

Var kaupmaður og útgerðarmaður í Hafnarfirði frá 1911 til æviloka. Gegndi ýmsum trúnaðarstörfum, var hreppstjóri í Garðahreppi 1906–8, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði 1911–23 o. fl. 1. þm. Gullbr. og Kjs. 1920–3.

Kona (5. jan. 1895). Geirlaug Sigurðardóttir að Pálshúsum á Álptanesi, Halldórssonar.

Börn þeirra: Dagbjört óg. í Hf., Sigurlaug átti Þórarin útgerðarm. Böðvarsson í Hf., Ragnheiður átti Sigurð fulltrúa Magnússon í Hf., Helga óg. í Rv., Þorgils Guðmundur útgm. í Hf., Ólafur Tryggi útgm. í Hf., Valgerður átti Karl lækni Jónasson í Rv., Svava átti Árna verzlstj. Mathiesen í Hf., Dagný átti síra Jón Auðuns í Rv. (Óðinn XXII; Alþingismannatal; Alþtíð. 1934; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.