Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Úlfsson

(í lok 15. aldar og á 16. öld)

Prestur.

Faðir: Úlfur á Strjúgi og Refsstöðum Indriðason, Úlfssonar, af ætt Stefáns ábóta að Munkaþverá, Gunnlaugssonar. Hann. kemur fyrst við skjöl 1520 og hefir þá verið prestur í Hvammi í Laxárdal, enda kemur það heim við aðra frásögn, en síðar á Bergsstöðum; síðast kemur hann við skjöl 1. febr. 1555, en látinn er hann fyrir 29. okt. 1566. Það má ráða af skjalinu 1. febr. 1555, að honum hafi verið vikið frá prestskap í tíð Jóns byskups Arasonar og lukt jörð eina upp í skuld við Bergsstaðakirkju, en vafalaust hefir hann náð prestskap aftur, því að hann er í prestadómi 1549, og tveim öðrum jörðum náði hann aftur með lögmannsdómum 1554; er hann þá enn nefndur prestur og eins 1555, en ekki í skjali einu frá 1557.

Börn hans hafa verið: Síra Guðmundur á Gilsbakka og Guðrún, sem átti Þórð Guðmundsson, líklega á Bollastöðum (Dipl. Isl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.