Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Ólafsson

(– –1690)

Prestur.

Foreldrar: Síra Ólafur Böðvarsson í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd og f. k. hans, sem ekki er nafngreind. Hann fekk Mosfell í Mosfellssveit og mun hafa vígzt 17. maí 1643. Fekk aðstoðarprest (síra Pétur Ámundason) líkl. 1676, mun hafa látið af prestskap 1683, með því að þá (30. júní) á prestastefnu var honum veitt tillag (Af visitazíu Brynjólfs byskups að Mosfelli 23. ág. 1646 má sjá það, að honum hefir fundizt lítið til um kennimannshæfileika síra Einars.

Kona: Helga Jónsdóttir í Þerney, Helgasonar.

Börn þeirra: Böðvar, Anna átti Árna Benediktsson að Norðurreykjum í Mosfellssveit (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.