Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Ólafsson

(um 1647–1721)

Prestur.

Foreldrar: Ólafur Guðmundsson á Sléttu í Aðalvík og kona hans Hildur Arnórsdóttir úr Furufirði, Símonarsonar. Var í Skálholtsskóla 1669–70. Vígðist 10. júní 1677 að Stað í Aðalvík og var þar til dauðadags, en hafði síðustu árin til aðstoðar sér síra Jón, son sinn. Var mikill hagleiksog listamaður. Sneri á íslenzku „Theatrum viventium“ („Sjónarspil lifandi skepna“, Lbs., Thottssafn, og bókhl. konungs), ágripi úr landafræði eftir A. Ortelius (Thottssafn), ferðabók Fr. A. Bolings (Br. Mus.).

Kona (1681): Valgerður (f. um 1649) Þorleifsdóttir á Kirkjubóli í Bæjarnesi, Jónssonar.

Sonur þeirra: Síra Jón á Stað í Aðalvík (Saga Ísl. VI; HÞ.: SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.