Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Arnór Jónsson

(1701–12. júní 1785)

Sýslumaður.

Foreldrar: Jón lögréttumaður Arnórsson í Ljáskógum, Ásgeirssonar og fyrsta kona hans Guðrún Sveinbjarnardóttir, Árnasonar prests að Látrum, Jónssonar. Var ekki skólagenginn, en skýr maður; gerðist í æsku skrifari Páls lögmanns Vídalíns. Gegndi sýslustörfum í Vaðlaþingi 1727, varð síðan lögréttumaður í Dalasýslu og bjó fyrst að Dunki, síðan í Bæ. Settur sýslumaður í Þverárþingi sunnan Hvítár 1740 (veiting 23. febr. 1741), fluttist þá að Belgsholti, lét af sýslunni 1756, fekk eftirlaun frá 1758.

Kona: Steinunn Jónsdóttir prests í Hjarðarholti, Þórarinssonar.

Börn þeirra: Jón sýslumaður í Snæfellsnessýslu, Jón (annar) sýslumaður í Ísafjarðarsýslu, Sveinbjörn trésmiður Holt, Steinunn átti Árna byskup Þórarinsson, Sigríður átti síra Jón Hannesson í Snóksdal, Ingibjörg, Þórður stúdent.

Launsonur Arnórs: Finnur (BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.