Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Einar Ólafsson

(1748–6. okt. 1837)
. Dannebrogsmaður. Faðir: Ólafur (d. 17. júlí 1804, 91 árs) Sturlaugsson á Fremri-Brekku í Saurbæ. Bóndi í Rauðseyjum á Breiðafirði. Mikill búmaður, forsjár- og reglumaður; skipasmiður og járnsmiður; sjófaramaður; gerðist auðmaður. Sóttu bændur úr landsveitum nauðsynjavöru til hans á vetrum og guldu með búsafurðum á sumrum. Kona: Bergljót (d. 10. apr. 1843, um áttrætt) Sigurðardóttir í Rauðseyjum, Pálssonar. Börn þeirra: Gróa átti Jón Arason frá Reykhólum, Guðrún átti Jónas Jónsson í Hallsbæ á Sandi, Ólafur „rauði“ fór til Indlands, Gestur á Hríshóli, Sturlaugur í Rauðseyjum, María átti Eggert Fjeldsted á Hallbjarnareyri (Ýmsar upplýsingar).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.